Um okkur

Fyrirtækið

Boðeind er íslenskt fyrirtæki sem nýtir sér kosti forsmíðaðra eininga til að byggja vel hönnuð og hagkvæm hús. Við vinnum með arkitektum, verkfræðingum, ráðgjöfum um sjálfbæra þróun, birgjum og verktökum til að byggja draumahúsið. Boðeind var stofnað af fólki sem metur hönnun, nýsköpun og sjálfbærni.

Tilgangur

Að afhenda húsnæði sem mætir þörfum íbúa, fellur vel að umhverfi, gleður augað, býður upp á þægilegt aðgengi að og innan eignar, með endingagóðum efnum sem krefjast lítils viðahalds og eru umhverfisvæn.
Tæknileg hönnun taki mið af bestu efnisþekkingu varðandi hljóð-, raka- og loftflæði í gegnum umgjörð byggingarinnar með það að markmiði að lágmarka vandamál tengd hljóð, rakamyndun og hitatapi.
Leggja áherslu á að velja gæðaefni á bestu fáanlegum verðum með heildarkostnað eignarhalds að leiðarljósi.